Steluþjófar í búðum

Furðuferðasaga tvö

Sagan um svanga þjóninn var númer eitt.

Las í e-h blaði í gær að þjófnaðir kostuðu verslunareigendur milljarða á hverju ári og þá rifjaðist upp fyrir mér að eitt sinn varð ég vitni að þjófnaði í verslun - og eins og margir aðrir, gerði ekkert í því, enda algjörlega stjörf af undrun.

Þetta gerðist á þeim árum sem enn var hagstætt að skreppa og versla yfir pollinn.  Við vorum semsagt í verslunarferð og eins og alvöru íslendingum sæmir þræddum við ganga í risastórri verslun og mokuðum í kerruna okkar frá hægri og vinstri.  Á rölti mínu um gósenlandið hafði ég tekið eftir tveimur nunnum sem litu út fyrir að vera akkúrat það sem þær dressuðu sig upp til að vera, þ.e.a.s. nunnur.  Uppþornaðar, aldrei sett rakakrem framan í sig og vissu líkast til ekkert hvað maskari væri og því síður varalitur. 

En þær voru þarna að versla eins og hver annar hélt ég og þar sem ég stend og velti fyrir mér hvort ég eigi nú að kaupa 10 eða 20 sokkapör á stórlega niðursettu verði, verð ég vitni að því að önnur nunnan - svo saklaus og sannkristin - stingur inn á sig sokkabúnti, það var þetta með 20 pörum.  En ég varð svo hissa og algjörlega orðlaus að ég hafði ekki rænu á að segja neinum frá.  Ég njósnaði þó um þessa "brúði Krists" og félaga (kvk. félögu, bara spyr?) alveg fram að kassanum og þar gengu þær báðar hnarreistar og algjörlega skuldlausar að eigin mati beint í gegn og borguðu ekki krónu, ég meina pund. En eftir stóð ég og með glöðu geði borgaði ég uppsett verð og velti fyrir mér hvað annað væri nú undir nunnukuflunum.  Það er nú ýmislegt sem hægt er að leyna þar, og duga 20 sokkapör lítt í þá hít.   

Hvað með það, mér fannst ég græða á hagstæðara verðlagi en heima, en í raun tapaði ég líka vegna þess að tap vegna steluþjófa bitnar bara á heiðarlegum viðskiptavinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sá einu sinni eldriborgara í Bónus stinga ostum og öðrum dýrum vörum úr kælinum í handtöskuna sína, svo voru þau hjónin með litla körfu sem þau settu ódýrar vörur í.   Ég var svo hissa en sagði ekki frá þessu.  Og takk fyrir að vilja bloggvináttu við mig. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.9.2008 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband