Þakklát ungamamma

Fyrir nokkru skruppum við hjónin í bíltúr í nágrenni bæjarins og var ætlunin að finna góðan stað til að viðra Zenjórinn.

Þar sem við ökum þarna sem betur fer á hægri ferð sjáum við brúnan hnoðra á veginum.  Bóndinn stöðvaði til þess að hleypa mýslu litlu yfir götuna, en þá sáum við að þetta var fuglsungi. Áður en bíllinn stöðvaði hafði ég tekið eftir tjaldi sem var eitthvað að flögra þarna í kringum okkur með miklum vængjaslætti.

Við sátum róleg og leyfðum litla hnoðranum að komast í gott skjól og þá gerðist það merkilega.

Tjaldamamman flaug alveg upp að glugganum hjá mér og örskotsstund horfðumst við í augu og hún kinkaði til mín kolli.  Mér fannst svei mér þá að úr augum hennar skini þakklæti og með þessu hefði hún verið að þakka okkur fyrir að gefa litla unganum hennar tækifæri til þess að komast í öryggið hjá mömmu. Ég mun seint gleyma þessari upplifun, fuglinn var alveg upp við bílrúðuna hjá mér.

Í mínum huga er alveg öruggt að dýrin hafa tilfinningar og mér finnst þetta sanna það.

Það þarf varla að taka það fram að nú um stundir fær Zenjórinn ekki að hlaupa um frjáls, heldur er hann alltaf í taum, alveg sérstaklega til þess að vernda fuglana og varp þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg saga og já ég trúi þér alveg.  Dýrin geta tjáð sig ef við bara nennum og viljum skynja og gefum okkur tíma til að taka á móti því sem þau vilja gefa okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 18:43

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt :)

Ásdís Sigurðardóttir, 10.6.2011 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband