Allt of fáir þingmenn miðað við landsmenn - eða hvað?

Hvernig stendur á því að þjóð eins og Ástralir sem telja rúmlega 22 milljónir manns hefur ekki fleiri þingmenn en rúmlega 220 í báðum deildum samanlagt?

Hvað ættu þeir eiginlega að hafa marga þingmenn miðað við hausatölu gagnvart Íslandi sem hefur 63?

Eða sem er jafnvel enn meira eftirsóknarvert að vita.  Hvað ættu Íslendingar að hafa marga þingmenn miðað við sömu hlutfallstölur? 

Ég læt öðrum talnagleggri eftir að reikna það út og þætti gaman að fá niðurstöðuna hér.

Spurningin er:

Ástralir eru rúmlega 22 milljónir með 226 þingmenn

Íslendingar eru 318.000 og hafa 63 þingmenn

stóran hluta þeirra algjörlega óvirka vegna pólitískra hagsmunatengsla, fjölskyldutengsla og annarra hagsmunatengsla.

Ég bara spyr? Hvernig er hægt að stjórna heilli heimsálfu eins og Ástralíu með aðeins 226 þingmönnum? Og hvernig stendur að örríki eins og Ísland með allan þennan þingmannafjölda var sett á hausinn af örfáum fjárglæframönnum og lítið sem ekkert virðist vera gert til þess að sækja þá til saka.

Það er eitthvað mikið að í okkar rotna stjórnkerfi. 

Gott væri að fá skynsamleg svör frá ykkur kæru lesendur.

Ætli það geti verið að við eigum þarna enn eitt heimsmetið m.v. höfðatölu?

 

 


mbl.is Hnífjafnt í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=Lmfih2rcSVA&feature=player_embedded   kondu sael Sigrun eg hef at heima i Astraliu sidastlidin 25 ar , og eg get sagt ter ad tad er alveg sama vidbjodslega kervid her ju tad eru kanski faerri tingmenn midad vid manfjolda en i stadin hofum vid her sem er ologlega ad  drepa saklaust folk og tad eru sama lidid sem a alt her og stjornar ollu . tvi midur  

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 01:36

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Kannski er heimurinn bara svona, okkur allflestum er e.t.v. stjórnað eins og strengjabrúðum

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 22.8.2010 kl. 03:43

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Sæl Sigrún og velkomin úr þinni för á framandi slóðir!

 Varðandi reikningsdæmið sem þú leggur fyrir, þá er það nú með einfaldari skóladæmum. Áströlsku tölurnar sem þú gefur upp eru 220 þingmenn per 22 milljónir íbúa. Það þýðir 10 þingmenn per milljón. Sé það yfirfært á Ísland koma út 3,3 þingmen, en sér nú hver heilvita maður að það gengur ekki. Ekki vegna þess að við fáum út brot, heldur vegna þess að 3 eða 4 þingmenn gætu aldrei sinnt Íslandi almennilega. Að gamni mínu skoðaði ég sambærilegar tölur fyrir Bretland. Ég fór í Google og sló inn "number of MP's" og viti menn: Umsvifalaust fékk ég þetta: "There are currently 650 constituencies, each sending one MP to the House of Commons, corresponding to approximately one for every 92,000 people, or one for every 68,000 parliamentary electors." Þetta er afskaplega svipað og í Ástralíu. Einn þingmaður á hver 92000 þjóðarinnar gæfi hér á landi tæplega 4 þingmenn. Sama svar og áður.

Niðurstaðan af þessum vangaveltum er sú, að hér gildir ekki beinn hlutfallareikningur.

Ég er samt alveg sammála þér um það að íslenskir þingmenn hafa ekkert að gera með að vera 63. Sú tala var eingöngu fundin upp til þess að halda friðinn við síðustu kjördæmabreytingu. Hún hafði það eina markmið að skiptingin gæti orðið með slíkum hætti að enginn flokkur teldi sig missa of stóran hlut úr sínum aski.

Sem sagt: Það voru ekki þjóðarhagsmunir hafðir að leiðarljósi (þá væri landið bara eitt kjördæmi og svona 40 þingmenn) heldur voru hagsmunir þröngra flokksklíkna látnar ráða öllu.

Það er þekkt staðreynd að "Vandamálið vex í hlutfalli við fjölda þeirra sem um það fjalla" (vegna þess að með vaxandi fjölda fólks þá fjölgar líka hálfvitunum sem koma að málinu).

Að lokum: Fyrirgefðu langlokuna, en ég varð bara ... !

Magnús Óskar Ingvarsson, 22.8.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband