Hamingjudagar í "ömmukoti"

Það er orðið allnokkuð síðan ég bloggaði, enda búið að vera mikið að gera undanfarið.

Dóttir mín eignaðist sitt fyrsta barn (og fyrsta ömmubarnið mitt) s.l. miðvikudag, 14. janúar.  Hraust og falleg stúlka tæplega 13 merkur og 49 sentimetrar.  Litla ljósið okkar er alveg yndisleg og við erum öll í skýjunum yfir fæðingu hennar.

Ég - amman sjálf - var svo lánsöm að fá að vera viðstödd fæðinguna og var og er enn í sæluvímu yfir þessu öllu saman.  Dóttir mín stóð sig alveg eins og hetja og var ekkert að hangsa yfir þessu eins og mamma hennar í den.  Reyndar lá þeirri litlu svo mikið á að koma í heiminn að ekki gafst tími til þess að gefa mömmunni verkjalyf.  En þetta gekk allt saman eins og í sögu og mæðgunum heilsast vel.

                                                Sara1 102

Þó er sængurlegan mikið breytt síðan ég átti mín börn.  Stelpurnar okkar voru komnar heim 21 klukkustund eftir fæðingu.  Að mínu mati er þetta miklu notalegra svona. Þær mæðgur voru í Hreiðrinu og þar er mjög notalegt að vera, næstum bara eins og heima. 

En ég er þó ósátt við að konur sem koma á fæðingadeildina þurfa að borga í stöðumæli fyrir bílinn ef þær eru þar á milli 8 til 16 á virkum dögum.  Hver ætli sé að hugsa um að borga í stöðumæli þegar stórkostlegasti atburður lífsins stendur yfir.  Ég vona bara að Bílastæðasjóður taki tillit til aðstæðna ef fólk fær sekt þarna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með ömmubarnið, ég var líka viðstödd þegar fyrsta og annað barnabarnið mitt fæddust.  Það var æðisleg reynsla fyrir mig.   Litla stelpan er gullfalleg.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.1.2009 kl. 00:35

2 identicon

Til hamingju amma litla.´

Þú varst síðust í heiminn af okkur systrunum og síðust til að fá ömmubarn. Nema við teljum Guðný/systur með. Hlakka til að gera úttekt en ætla vera viss um að nóró veiran sé hætt að kvelja mig, svo að það sé alveg sama hvað ég kjassa litla krílið að hún geti ekki smitast. Kysstu yngsta fjölskyldumeðliminn frá mér og reyndar öll hin líka.

Gústa systir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband