Hundur + lifrarpylsa + köttur =

= VINIR HeartHeartHeart

Nei þetta er ekki ný uppskrift að gúrmeirétti í kreppunni.  Þetta er uppskrift af því hvernig ég lét Zenjór Freddý og Betúel hefðarkött sættast.  Ég sat í sófanum, kötturinn öðru megin og hundurinn hinu megin.  Svo mataði ég þá á lifrarpylsu og tældi þá þannig til að nálgast hvorn annan Smile

Núna kúra þeir stundum saman hjá heimasætunni og tvisvar hafa þeir verið staðnir að því að snoppast saman. Sem er svona  "kyssast eins og kisurnar"InLove.

Hundar eru meira fyrir það að hnusa af óæðri enda þeirra sem þeir mæta á förnum vegi og Betúel hefðarköttur er ekki par hrifinn af því.  Þá er nú fljótt sem hann sýnir klærnar of vissara fyrir Zenjór Freddý að forða sér.  En það gerir hann ekki, heldur hefur upp raust sína og ætlar alla að æra.Halo

Það tók cirka 3-4 daga að venja þá saman (þeir átu ekki lifrarpylsu í 3-4 daga).  Kisi er nú laus úr stofufangelsinu og farinn að fara út.  Fyrst var hann í bandi og kunni því ekki vel, þ.e.a.s. ef hann fékk ekki að ráða ferðinni, þá lagðist hann bara á jörðina með lappirnar upp í loft.  Það hlýtur að hafa verið grátbroslegt á að horfa.LoL

Kisi hefur hingað til búið í lítilli stúdíóíbúð og hafði þá mikla þörf fyrir að fara út.  En núna þegar hann er fluttur í stærra húsnæði, virðist hann ekki hafa sömu þörf fyrir útiveru, enda mun meira pláss í ömmukoti.Happy

Zenjórinn er svo sem ekki búinn að láta titil sinn "sómi fjölskyldunnar, sverð hennar og skjöldur" af loppu, en hann ber ákveðna virðingu fyrir þessu aðskotaloðdýri, enda er það skárra en að lenda í klónum á hefðarkettinum.Cool

Og á næturnar er hundurinn lokaður inni í svefnherbergi og þá fær kisi að valsa um, enda vita allir að kettir eru næturdýr, en hundar meira dagdýr.Sleeping

Til að gæta fyllstu sanngirni vil ég taka fram að aðrir fjölskyldumeðlimir hafa að sjálfsögðu lagt sig í líma við að venja hund og kött saman og hefur ýmislegt verið gert í þeim efnum, sem væri efni í aðra og mun lengri grein, en hér læt ég staðar numið.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það tekst á endanum.  Þegar ég fékk minn hund fyrst átti ég 3 ketti og voru þeir viðskotaillir fyrstu dagana, en viku seinna var næstum allt komið í ágætis gír hérna hjá okkur, nema ein kisan sem ennþá þolir hundinn ekki og láta þau bæði sem hitt sé ekki til.  Ef hundurinn vill þefa af henni Rúsínu minni fær hann samstundis hvæs og klær á loft.   En það er sjaldgæft í dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2008 kl. 02:09

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Enn gerist það svosem að þeir agnúist hver út í annan, en er það nokkuð meira en hjá samlyndum hjónum?

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 8.10.2008 kl. 10:48

3 identicon

Já þetta hefst allt með þolinmæðinni. Pavlov gamli bregst ekki ef vel er að gáð. Spurningin er bara hvort maður notar jákvæða eða neikvæða styrkingu. Freddý og Betúel eiga örugglega eftir að verða bestu vinir.

Gústa systir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband