Freddý Zanzibar er ekki sáttur.

Frumburðurinn er fluttur aftur heim í mömmukot og með fylgdi Betúel hefðarköttur.

Nú er fyrsta nóttin þeirra afstaðin og gengur mikið á.  En það er nú aðallega Freddý Zanzibar sem stendur fyrir því.  Hann er búin að breytast í ýludúkku m.v. hljóðin sem hann framleiðir.  Liggur fram á lappirnar við dyrnar hjá Betúel hefðarketti og vill komast í fjörið.  Hann hefur aðeins fengið að finna fyrir klóm kisu, en sloppið við skaða hingað til.

Þó var minn morgunsvæfi hundur kominn á ról um sjöleytið í morgun, en þá fór Sara kisumamma á stjá, enda á leið til vinnu.  Núna erum við bara þrjú í kotinu.  Kisi í sínu ríki og Zenjórinn hvílir sig hér við hlið mér á meðan ég pikka inn í tölvuna. 

Hann hefur aldrei áður á sinni 5 ára ævi vaknað svona snemma að morgni til og er orðinn þreyttur mjög.

Kannski er ráðið að þreyta hann enn meira, þá nennir hann ekki að skipta sér af Betúel hefðarketti þegar hann birtist.

Hvað með það, mér finnst bara mjög notalegt að fá stelpuna mína aftur heim eftir margra ára fjarveru úr mömmukoti (reyndar færði hún aldrei lögheimilið) og vona bara að Betúel hefðarköttur og Freddý Zanzibar verði góðir vinir þegar fram líða stundir.  Sem verður vonandi sem fyrst.

Sumir segja að við séum geðveik að ætla að taka kött inn á heimilið til heimaríks hunds, en aðrir eru mjög sammála okkur.  En ekki gátum við hent Betúel hefðarketti út á guð og gaddinn, eins yndislegur og hann er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SaraN

Þetta reddast allt  ... þrátt fyrir að ég endi kannski vansvefta á Kleppi með köttinn í ól. Spurning um að henda honum út gamla karlinum enda er hann voðalegur útikisi ... þá er séns á að ég nái kannski heilum nætursvefni.

Knús SaraN

SaraN, 7.10.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband