25.6.2011 | 00:27
Freddý hundur Zanzibar vantar hjálp
Ég er bara lítill hvutti sem hef lifað í bráðum 8 ár. Öll mín ár hef ég dvalið hjá minni góðu hjörð þar sem mamma Sigrún er forustuynjan í mínum huga. Samt hef ég orðið vitni að því oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að hún ræður nú ekki yfir öllu.
Allir okkar dagar eru eins og ég gæti helst hugsað mér. Mamma og pabbi skreppa aðeins frá (í vinnuna held ég - hvað sem það nú er) svo koma þau heim og ég - alveg hrikalega glaður að hitta þau - flaðra upp um þau - pabbi segir hættu nú kallinn minn - en mamma - mamma hún er best í hjörðinni, hún knúsar mig og kyssir og dansar við mig. Vááá ég er alveg hrikalega glaður að eiga svona góða hjörð.
En mér berast nýjar fréttir. Öll fjölskyldan - ég meina hele familien er á leiðinni í frí. Ég er nú ekkert svo vitlaus þó ég sé hundur, kommon er ég á leiðinni á hundahótel enn eina ferðina. Mamma - manstu hvað ég var fúll út í þig að skilja mig eftir á hundahótelinu þarna um árið. Þú meira að segja komst ekki spönn frá rassi án þess að trýnið mitt væri vel fast við þig, loksins þegar þú komst aftur til mín. Það segir aðeins eitt: Þú losnar ekkert við mig kella... OK gamla - ég veit að þú ert sorrý, en ég er enn meira sorrý en þú. Hrikalegt að vera bara dömpað á hundahótel - eins og ég elska ykkur mikið og eins mikið að ég veit að þið elskið mig.
Elsku mamma mín og pabbi ég lofa að vera alltaf góður hundastrákur þið eruð besta hjörðin í heimi og mest af öllu myndi ég vilja fara með ykkur í frí, en því miður er það ekki hægt vegna ýmissa takmarkana sem þetta land býður okkur uppá
Kommon - ég er hreinlátur hundastrákur sem er lítið fyrir það að sniffa út um allt - erfði snyrtimennskuna frá systur minni.
Ég Freddý Zanzibar er smá stressaður - vonandi vill einhver fóstra mig í tvær vikur þegar tvífætlingarnir fara í frí.
Ég er góður strákur, sem elska lifrarpylsu og almennt knús. Endilega hafið samband við mömmu mína ef þið viljið fóstra yndislegan hvutta í tvær vikur, seinni hlutann í júlí.
Athugasemdir
SKemmtilega skrifaður pistill hjá þér, vildi áð ég væri í aðstöðu til að hjálpa þér, en ég er í blokk. Gangi ykkur vel að finna stað fyrir hann.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2011 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.