16.10.2009 | 23:41
Það er hljótt í mÖmmukoti.
Það kemur vel á vondann m.v. síðustu bloggfærslu mína að frúin er nú alein í mÖmmukoti, reyndar eru tveir ferfætlingar til að halda mér kompaní og kann ég það vel að meta.
En það verð ég að segja að það er skrýtið að vera allt í einu alein í kotinu eftir ca. eins árs fjör á bænum.
Við ætluðum reyndar að vera tvö í kotinu en kallinum bauðst eitthvað betra og lofar að koma ekki seint heim. Mæðgurnar skruppu bæjarleið austur í sveit í sumarbústað og unglingurinn er þar sem hann er - ekkert að gera neitt af sér. Passar alveg sérstaklega vel upp á getnaðarvarnir - held ég - eftir að systir hans flutti ólétt heim 28 ára gömul. En það var nú í kreppunni og vel skiljanlegt, við erum allavega glöð að hafa þær mæðgur hjá okkur.
En það var mikið gæfuspor. Það kenndi m.a. örverpinu okkar sem nú er orðinn unglingur að hann er ekki nafli alheimsins. Fram að því hafði hann haldið það - held ég - en núna í dag er hann fyrsti maður til þess að viðurkenna og fullyrða að litla systurdóttir hans hún Sigrún Eva er nafli alheimsins. Hann er algjörlega tilbúinn til þess að láta titilinn af hendi til litlu frænku, enda held ég að hún sé hans fyrsta ást. Verð þó að viðurkenna að hann er stundum pirraður þegar hún grætur á næturnar. En hvaða barn gerir það ekki? Og hann er sem betur fer fljótur að gleyma.
En í kvöld er hljótt - mjög hljótt í mÖmmukoti og mAmma kann alveg ágætlega að meta það, kannski ég skelli bara Uriah Heep á fóninn.
Athugasemdir
Mér finnst þögnin oft góð, en þegar ég er stressuð þá hlusta ég á gott þungarokk, það róar mig.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2009 kl. 00:25
Uriah Heep eru góðir, þegar þögnin verður þrúgandi og líka Robbie Williams eða bara Cat Stevens, gamli. Eins og ég sagði, þá er ég alæta á músík.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 17.10.2009 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.