Dýravinir - hjálp óskast - STRAX

Hann Betúel 13 ára hefðarköttur er fluttur aftur í ömmuhús eftir tæplega 10 ára fjarveru.  Í millitíðinni hreiðraði um sig yndislegur hundur, hann Freddý Zanzibar.  S.l. 5 ár hefur hann verið sómi fjölskyldunnar, sverð hennar og skjöldur.

Vandamálið er að Betúel er í húsnæðisvandræðum og ekki kom annað til greina en að hann kæmi til okkar, þrátt fyrir kattahatandi hund á bænum.

Ballið byrjaði í dag.  Betúel hefðarköttur hagar sér eins og honum sæmir, en Freddý Zanzibar er algjörlega óður, geltir, ýlfrar, étur hvorki né drekkur og hefur ekki einu sinni viljað fara út í göngutúr.

Vil samt taka það fram að Freddý virðist ekki vera reiður, dillar rófunni en virðist vilja nálgast kisa, sem þá sýnir sínar nýklipptu klær.

Kæru Bloggarar.  HJÁlP.  Hvernig venur maður saman 13 ára blíðan hefðarkött og 5 ára heimaríkan hund (sem er reyndar mjög og afar ljúfur þegar kettir eru ekki nálægt).

Hjálp óskast sem allra fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Hér þarf að koma til einhverskonar mögnuð dýrasálfræði Ég er alls enginn alvöru sérfræðingur, meira bara kuklari, en ég myndi prófa að horfa í augun á dýrunum og útskýra fyrir þeim stöðu mála, að núna sé þetta heimili hundsins og hann sé herra þess og að þið munið alltaf sýna honum þá virðingu sem hann á skilið. Svo gæti þetta líka verið eitthvað sem jafnar sig á 2-3 dögum. Vonandi fer þetta allt rosa vel

halkatla, 27.9.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Búin að reyna það.  Allt í einu skilur hann ekki mannamál.  Þó hann virðist yfirleitt skilja allnokkuð, sbr. orðabók hans hér neðar á síðunni.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 27.9.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mín reynsla af því að vera með bæði hunda og ketti (í gamla daga) var sú að þetta tekur um 2 vikur. Eftir þann tíma umbera þau hvort annað, eða verða jafnvel sæmilegir vinir. Hafðu engar áhyggjur, þetta er alveg eðlilegt. Gangi þér vel.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.9.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur.  Zenjór Freddý er að róast aðeins, en er ekki sami kelihvuttinn og hann er vanur að vera. 

Betútel hefðarköttur er hins vegar í sjálfvöldu stofufangelsi inni í herbergi hjá stráknum mínum, sem er algjörlega fallin fyrir kúrudýrinu.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 27.9.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Tíminn er besta vopnið, þetta getur tekið langan tíma.  Að þau læri að umbera hvort annað

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.9.2008 kl. 00:18

6 Smámynd: Linda

ég er hunda og kisumamma :) en í mínu tilfelli kom var annað dýrið fyrir á heimilinu og hitt kom sem hvolpur eða kettlingur (var með 2 hunda, einn farinn á vit feðranna). 

Hundurinn hjá þér er vanur að vera númer eitt, hann verður að fá að vera það áfram, um að gera að gefa honum auka athygli sem og sérstakt nammi, kisi fær ekkert slíkt hann verður að læra að hundurinn sé númer eitt.  Pulsur og vel steiktir beikonbitar er besta bræbið :)  Taka síðan hundin út og textra við hann, og gefa nammi þegar þið komið inn aftur, þá veit hann að hann er eðal gaurinn á heimilinu. Gangi þér vel, þetta mun takast.

 Kisi fær laumukel til að byrja með hahaha, svo fer þetta allt vel.

Linda, 28.9.2008 kl. 17:24

7 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Zenjór Freddý er svolítið mikið stressaður, en skárri í dag en í gær.  Takk fyrir góð ráð, þarf að koma mér upp alvöru nammibar handa honum.  Betúel hefðarköttur er oftast rólegur, en "hund"leiður á stofufangelsinu.  Ég held að ég skreppi út að labba með hann í taumi, svo hann fái einhverja tilbreytingu.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 28.9.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband