Færsluflokkur: Lífstíll

Ég á systur og bróður.

Ég er afar þakklát fyrir það að við systkinin eigum gott samband.

Ég sem er yngst var aðeins 16 ára þegar mamma okkar dó eftir langvinn veikindi. Og mikið hef ég oft þurft að stóla mig á stuðning minna góðu systkina og alltaf hafa þau reynst mér vel.

Fyrir það er ég ævarandi þakklát.

Á hverju ári frá því mamma okkar dó - langt fyrir aldur fram, höfum við systkinin haldið upp á afmælið hennar. Stundum skeikar nokkrum dögum til eða frá en það er oft vegna þess að afmælisveislan hennar mömmu miðast oft við það hvort bróðir minn sé í landi, en hann er sjómaður. Samt hefur hann misst af allnokkrum afmælisveislum og ég af einni. Það var árið sem ég bjó í Danmörku og mikið saknaði ég fólksins míns þá, jafnvel meira en á jólunum.

Í ár hefði mamma orðið 79 ára og við héldum fína veislu en á næsta ári stefnum við á risaveislu í tilefni að 80 ára afmæli hennar með öllum afkomendunum að ári.

Mamma var aðeins 44ra ára þegar hún kvaddi þennan heim eftir langvinn veikindi. Það var í október sem hún kvaddi. Við börnin söknuðum hennar alltaf og strax í nóvember þegar leið að afmælisdeginum hennar ákváðum við að halda veislu henni til heiðurs.

Ég man líka þegar hún varð fertug, þá var hún á Heilsuhælinu í Hveragerði og við fórum öll til hennar til þess að fagna deginum hennar. Mér er það alveg sérstaklega minnisstætt að þegar mig langaði í eitthvað annað en vatn að drekka sagði mamma að það væri hægt að fá ávaxtasafa á ákveðnu borði. Þangað skundaði hnátan ég - hellti mér vænan slurk af "ávaxtasafa" í glas og settist að borði. Síðan nokkru seinna ákvað ég að nú væri tímabært að svala þorsta mínum og tók mér stóran sopa af "ávaxtasafanum" sem því miður reyndist vera sýrð mysa. Ojojbjakk. Mér verður alltaf hugsað til þessarar sögu þegar ég les eða heyri sögur um það hvernig íslendingar lifðu á fyrri öldum. Og er þakklát fyrir það að lifa hér og nú og þurfa ekki að gera mér sýrða mysu að góðu sem svaladrykk.

En þrátt fyrir mysusoparaunir og slíkt ojbjakk, þá höfum við systkinin spjarað okkur nokkuð vel.

Kannski hefðum við gert betur með mömmu okkur við við - kannski var í þessum hóp Nóbelsverðlaunahafi - en það skiptir okkur ekki neinu í dag. Við eigum öll mannvænleg börn og sum okkar enn vænlegri barnabörn. Við leggjum það í dóm sögunnar. Og vegna þess að við vitum af hverju þau eru komin vitum við að þau munu spjara sig í óvissri og ókominni framtíð.

Eins og pabbi minn sagði alltaf "það verður allt í lagi" 


Glaður hundur kominn heim úr orlofi :)

Þetta var bara hið besta orlof hjá mér Zenjór Freddý Zanzibar. 

Var bara laus við familíuna í heilar tvær vikur og þurfti ekkert að fara út með þau til þess að viðra og í stað þess að vera á hundahóteli gisti ég í fimm stjörnu lúxusgistingu með Ronju vinkonu minni og manneskjunni hennar.  Ég skemmti mér alveg konunglega - gaman að hafa svona skemmtilega og sæta tík að eyða dögunum með, við leik, kúr og át Smile Mér tókst alveg að bræða hjarta hótelhaldarans og við Ronja eyddum nóttunum í dyngju hennar -  uuuumm - bara kósý hjá okkur öllumHeart

En í dag dró til tíðinda - fríið á enda Undecided  Forustufólkið mitt mætti á svæðið, mamma og pabbi birtust allt í einu. Ég heyrði eitthvað hljóð í fergúmmífættu stálskrímsli - og kannaðist strax við það. Var þetta ekki hljóðið í rauða skrímslinu hennar mömmu?  Úpps, ég varð allur smá stressaður - er fríið mitt búið - hvað er eiginlega að gerast? Woundering

Svo birtust þau, þá gat ég nú ekki á mér setið, ég varð alveg ofsakátur að hitta þau Happy voru þau komin til þess að vera í fríi með mér? Ronja vinkona mín varð líka alveg hrikalega spennt, henni finnst svo gaman að fá gesti Smile

Ég gleymdi mér alveg þegar þau birtust, hoppaði og skoppaði og gelti hátt og mikið af kæti Happy Ronja var líka alveg rosalega glöð að hitta ferfætlingana mína og hoppaði jafnfætis upp í fangið á mömmu - þá varð ég nú smá abbó svo ég sé nú alveg heiðarlegur Frown

Nú er ég komin heim í húsið okkar og það er nú bara mjög notalegt þrátt fyrir að ég sakni kannski vinkonu minnar og manneskjunnar hennar svoldið, en vonandi hittumst við fljótlega. Svo segir mamma mér að kannski komi Ronja einhvern tímann að heimsækja mig - það væri nú bara mjög notalegt InLoveSamt veit ég ekki hvað kallinn hann pabbi segði ef tveir ferfætlingar myndu skríða upp í rúm til hans Devil en ég treysti því að mömmu takist að tala hann til Halo

Ég er bara mjög sáttur við fríið mitt og væri alveg til í að endurtaka það einhvern tímann Happy

Sendi voffaknús til Ronju minnar og manneskjunnar hennar Heart


Freddý hundur Zanzibar vantar hjálp

Ég er bara lítill hvutti sem hef lifað í bráðum 8 ár.  Öll mín ár hef ég dvalið hjá minni góðu hjörð þar sem mamma Sigrún er forustuynjan í mínum huga.  Samt hef ég orðið vitni að því oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að hún ræður nú ekki yfir öllu.

Allir okkar dagar eru eins og ég gæti helst hugsað mér.  Mamma og pabbi skreppa aðeins frá (í vinnuna held ég - hvað sem það nú er) svo koma þau heim og ég - alveg hrikalega glaður að hitta þau - flaðra upp um þau - pabbi segir hættu nú kallinn minn - en mamma - mamma hún er best í hjörðinni, hún knúsar mig og kyssir og dansar við mig. Vááá ég er alveg hrikalega glaður að eiga svona góða hjörð. 

En mér berast nýjar fréttir.  Öll fjölskyldan - ég meina hele familien er á leiðinni í frí. Ég er nú ekkert svo vitlaus þó ég sé hundur, kommon er ég á leiðinni á hundahótel enn eina ferðina.  Mamma - manstu hvað ég var fúll út í þig að skilja mig eftir á hundahótelinu þarna um árið.  Þú meira að segja komst ekki spönn frá rassi án þess að trýnið mitt væri vel fast við þig, loksins þegar þú komst aftur til mín.  Það segir aðeins eitt: Þú losnar ekkert við mig kella... OK gamla - ég veit að þú ert sorrý, en ég er enn meira sorrý en þú. Hrikalegt að vera bara dömpað á hundahótel - eins og ég elska ykkur mikið og eins mikið að ég veit að þið elskið mig.   

Elsku mamma mín og pabbi ég lofa að vera alltaf góður hundastrákur þið eruð besta hjörðin í heimi og mest af öllu myndi ég vilja fara með ykkur í frí, en því miður er það ekki hægt vegna ýmissa takmarkana sem þetta land býður okkur uppá

Kommon - ég er hreinlátur hundastrákur sem er lítið fyrir það að sniffa út um allt - erfði snyrtimennskuna frá systur minni.

Ég Freddý Zanzibar er smá stressaður - vonandi vill einhver fóstra mig í tvær vikur þegar tvífætlingarnir fara í frí.

Ég er góður strákur, sem elska lifrarpylsu og almennt knús.  Endilega hafið samband við mömmu mína ef þið viljið fóstra yndislegan hvutta í tvær vikur, seinni hlutann í júlí.

 


Þakklát ungamamma

Fyrir nokkru skruppum við hjónin í bíltúr í nágrenni bæjarins og var ætlunin að finna góðan stað til að viðra Zenjórinn.

Þar sem við ökum þarna sem betur fer á hægri ferð sjáum við brúnan hnoðra á veginum.  Bóndinn stöðvaði til þess að hleypa mýslu litlu yfir götuna, en þá sáum við að þetta var fuglsungi. Áður en bíllinn stöðvaði hafði ég tekið eftir tjaldi sem var eitthvað að flögra þarna í kringum okkur með miklum vængjaslætti.

Við sátum róleg og leyfðum litla hnoðranum að komast í gott skjól og þá gerðist það merkilega.

Tjaldamamman flaug alveg upp að glugganum hjá mér og örskotsstund horfðumst við í augu og hún kinkaði til mín kolli.  Mér fannst svei mér þá að úr augum hennar skini þakklæti og með þessu hefði hún verið að þakka okkur fyrir að gefa litla unganum hennar tækifæri til þess að komast í öryggið hjá mömmu. Ég mun seint gleyma þessari upplifun, fuglinn var alveg upp við bílrúðuna hjá mér.

Í mínum huga er alveg öruggt að dýrin hafa tilfinningar og mér finnst þetta sanna það.

Það þarf varla að taka það fram að nú um stundir fær Zenjórinn ekki að hlaupa um frjáls, heldur er hann alltaf í taum, alveg sérstaklega til þess að vernda fuglana og varp þeirra.

 


Að minnast horfinna ástvina með gleði í hjarta

Senn líður að því að ég, systkini mín og makar hittumst enn aftur til þess að minnast móður okkar.  Í 31 ár höfum við hist í kringum afmælið hennar mömmu og gert okkur glaðan dag, eldað uppáhalds matinn hennar - sem við ólumst upp við sem jólamat, syngja og njóta lífsins. 

Ég var aðeins 16 ára þegar ég missti mömmu mína, þá var hún aðeins 44ra ára.  Hún kvaddi okkur í október eftir löng veikindi og strax í nóvember ákváðu eldri systkin mín að halda minningu hennar í heiðri með því að halda upp á afmælið hennar.

Einu sinni hef ég misst af veislunni, þá var ég búsett í Danmörku og hefði frekar viljað missa af jólunum.  En mamma mín lifir samt sem áður enn, kannski ekki á meðal okkar allra, en alltaf lifir hún í hjörtum okkar sem elskuðum hana og mun gera um ókomin ár.

Í vikunni fylgdi ég góðri konu til grafar, sem ég mun sakna um ókomin ár.  Hún Mæja mín - tengdamamma mín, kvaddi þennan heim fyrir skemmstu og mikið rosalega sé ég mikið eftir henni.  Hún reyndist mér alltaf sem besta móðir og var alltaf góð vinkona mín. Ég gerði sem ég gat til þess  að reynast henni vel og ég held að hún hafi kunnað að meta það litla sem ég gerði fyrir hana. 

Það gladdi mig allavega mikið þegar ég kom til hennar daginn áður en hún dó, tók í hönd hennar og bar henni kveðju barnanna minna og hafði orð á því að hún þyrfti að drífa sig í því að hressast því Sigrún Eva langömmustelpan hennar og Freddý Zanzibar hundurinn okkar, sem hún dýrkaði, biðu eftir því að fá að hitta hana.  Þá brosti þessi elska til mín og kreisti hönd mína.  Hún sem var lömuð vinstra megin og átti erfitt með mál, en hún brosti og mér fannst eins og hún vildi segja við mig að hún kæmi til okkar fljótlega.

Daginn eftir voru kraftar hennar því miður á þrotum og hún kvaddi þennan heim.  Börnin hennar ásamt mökum voru hjá henni og voru að sjálfsögðu sorgmædd, alveg eins og ég.  En allt í einu áttaði ég mig á einu.  Það er alveg eins með Mæju tengdamömmu og mömmu mína fyrir öllum þessum árum.  Þær hafa kannski yfirgefið þennan heim, en það er allt í lagi, vegna þess að þær munu alltaf lifa áfram í hjörtum okkar.  Minning um góðar konur, mun fylgja okkur og afkomendum okkar í ókomin ár.

Og næst á dagskránni hlýtur að vera að halda veislu einhvern tímann í kringum 2. apríl, sem var fæðingardagur hennar.

 


Saga handa kattavinum og fáfróðum kattaÓvinum

Eitt sinn áttum við læðu sem gaut þremur yndislegum kettlingum.  Einn þeirra Betúel er enn hjá okkur 13 árum seinna, okkur öllum til mikillar gleði Heart, en hinir tveir fengu gott heimili.

Hefðarkötturinn Betúel

Þegar kettlingarnir hennar Blíðu voru rétt búnir að opna augun, var haldið upp á 3ja ára afmæli heimasætunnar í næstu íbúð.  Mamma hennar kom að máli við mig og spurði hvort ég væri til í að koma með kettlingana til þess að leyfa litlu borgarbörnunum að sjá hvernig lítil kisubörn litu út Halo

Það þótti mér alveg tilvalið og mætti ég í afmælið þegar fjörið stóð sem hæst og þegar við birtumst með kettlingana datt allt í dúnalogn. Litlu krílin hættu strax ærslafengnum leik og vildu öll fá að halda á og klappa litlu kisubörnunum.  Allir biðu rólegir eftir að röðin kæmi að þeim, þau jafnvel hvísluðust á til þess að hræða ekki litlu greyin InLove

Röðin kom loks að 3ja ára strák, sem allan tímann hafði beðið þolinmóður og var hann alveg himinlifandi yfir að fá að horfa á litlu kisu Smile  Mamma hans stóð þarna álengdar og sagði "sjáðu, svona lítur kisa út".  Við mig sagði hún að strákurinn hefði aldrei fyrr séð lifandi kisu, hvorki sem kettling né fullvaxta.

Þá tók ég mig til og lét kettlinginn í fangið á snáðanum.  Ég sá hvernig andlit hans ljómaði af gleði og hann klappaði kettlingnum varlega InLove, en í því heyrðist skrækt væl, fullt taugaveiklunar, sem skaut okkur öllum þremur skelk í bringu.  Það kom frá mömmunni sem hrópaði að mér, "ekki láta köttinn í fangið á honum, hann er með ofnæmi" Frown.  Ég svaraði um hæl, "varstu ekki að segja að sonur þinn hefði aldrei séð lifandi kött fyrr, hvernig geturðu vitað að hann sé með ofnæmi?" Shocking og mamman svaraði snúðugt "pabbi hans er með kattaofnæmi, og strákurinn er svo líkur honumSideways"

Að mínu mati og margra annarra hafa börn mjög gott af því að umgangast dýr.  Það kennir þeim að taka tillit til annarra og færir jafnvel nafla alheimsins frá þeim sjálfum.  Hvað er betra en eiga ferfættan vin heima, sem þarf að sinna um, gefa fóður og vatn, sem alltaf er sammála manni, yfirleitt alltaf til í að leika og elskar að fá að kúra hjá manni Sleeping. Sum börn eru alsæl með að eiga hamstra, fugla eða fiska og um að gera að leyfa þeim það, auðvitað er það extra vinna fyrir foreldrana, en það er hollt fyrir börnin okkar.

Mér finnst alltof algengt að sótthræddir, þröngsýnir foreldrar yfirfæri hræðslu sína við dýr á börnin sín og ala þar af leiðandi upp kynslóð, sem ekki veit að lífið getur snúist um eitthvað meira en þau sjálf og eru logandi hrædd við allt utanaðkomandi.

Svo ég fari nú út í aðra sálma, þá get ég ekki skilið hvernig sumt fólk sem býr í fjölbýli lætur ef það verður vart við gæludýr í húsinu og jafnvel kominn tími til þess að einhver fjölbýlishús hér í bæ LEYFI GÆLUDÝRAHALD að ströngum skilyrðum uppfylltum, sum húsfélög fetta jafnvel fingur út í það ef einhver kemur í heimsókn með hund - og stoppar í klukkutíma eða tvo.

Vinirnir Betúel Hefðarköttur og Freddý Zanzibar

Fyrir mörgum árum bjó ég á jarðhæð í blokk, sem ekki er í frásögur færandi.  Gluggarnir á íbúðinni minni voru ca. 30 cm frá jörðu og sneru flestir að skjólsælu horni.  Mér var mikill ami að því að bræður sem bjuggu ofar í húsinu léku sér alltaf fyrir utan svefnherbergisgluggann minn í aksjon- og heemannleik, með tilheyrandi látum og allnokkrum sinnum hafði ég orð á því við pabba þeirra þegar ég mætti honum í stigaganginum, enda orðin langþreytt á látunum.  Pabbinn lofaði að tala við strákana, en ekkert gerðist og lætin héldu áfram hvort sem var síðdegis eða eldsnemma á helgar-morgnum.

Svo einn góðan veðurdag fékk ég mér kött, þetta var á þeim tíma sem ekki var orðið 100% BANNAÐ að hafa gæludýr í fjölbýli svo ég spurði engan leyfis, enda bjó ég á jarðhæð og kötturinn fór aldrei í gegnum sameignina.

Kisa mín var alveg sátt við það að fara inn og út um gluggana hjá mér, þannig að ekki var ónæði af henni fyrir nágrannana, nema í eitt skipti slapp hún út á stigaganginn og alla leið upp á efstu hæð.  Og ég á eftir henni, kisa mín nokkuð skelkuð - enda á ókunnugum stað, en róaðist fljótt í fangi mínu á niðurleið.

En á fyrstu hæð mætti ég pabba aksjón-heeman-strákanna og hann varð alveg æfur þegar hann sá að ég var með kött.  "Ertu með kött hérna í húsinu, það er alveg endalaus óþrifnaður og ófriður af þessum kvikindum og ætti að lóga þeim öllum, á næsta húsfundi ætla ég að fara fram á að gæludýr verði bönnuð í húsinu".

Jæja, kallinn finnst þér það, svaraði ég öskuvond, er kisa mín búin að ónáða þig mikið, hún er búin að búa hér í hálft ár og aldrei hefur nokkur íbúi þurft að kvarta undan henni, en ég aftur á móti hef margrætt við þig að þú biðjir strákana þína að leika sér annars staðar er fyrir utan svefnherbergisgluggann minn, en alltaf eru þeir mættir fyrir utan gluggann mér til mikils ama. 

Þannig að það er spurning um hverjum á að lóga?

Hann minntist aldrei framar einu orði á kisuna mína, en heilsaði mér flóttalega þegar við mættumst í sameigninni.

Vegna þessarar færslu vil ég taka fram að ég met EKKI líf gæludýra meira en barna.  Börnin okkar eru ómetanleg, en vil samt benda á að það væri þeim ómetanleg gleði að fá að alast upp með gæludýrum.

 


Oftast er lífið ljúft og þá er ástæða til þess að kætast

Það má segja að tilvera okkar Íslendinga kútveltist þessa dagana, en lífið gengur sinn vanagang hér í mÖmmukoti, þrátt fyrir allt.

Fjölskyldan mín dafnar sem aldrei fyrr, unglingurinn að útskrifast úr 10. bekk og með fyrirmyndareinkunnir ef ég þekki hann rétt.  Þó á það eftir að koma í ljós, en ég ber fullt traust til míns unglings og veit að hann mun standa sig vel.  Útskrifarferðin hans afstaðin og hann var dreginn í sumarvinnu á sama klukkutíma og hann lenti í bænum eftir Þórsmerkurferðina.  Það var þreyttur stráklingur sem mætti allt of seint í matinn í gærkvöldi, en að launum fékk hann þessa fínu heimabökuðu pizzu og að sofa rækilega frameftir í dag.

Barnabarnið mitt sem er nota bene nafna mín, mér til mikillar hamingju dafnar vel.  Loksins er litla píslin okkar farin að fá alvöru mat og það má sjá að henni lá á, því hún tekur hraustlega við öllu og hefur braggast alveg ótrúlega vel síðustu vikur.  Áður var hún bara óttalega mikil títla, eiginlega algjört smábarn, en núna er hún bara glöð og broshýr dama sem sáldrar í kringum sig gleði og hamingju.

Það er ekki langt í að hún fari að skríða, þó hún sé aðeins tæplega fimm mánaða þá er hún að myndast við að tylla sér á fjóra fætur.  Mér er minnisstætt að mamma hennar var með afbrigðum fljót að öllu og forvitið barn og fylgdist vel og vandlega með öllu sem gerðist í kringum sig.  Og fyrstu jólin hennar skreið hún í fyrsta skipti, rúmlega sex mánaða.  Við settum hana á gólfið langt frá jólatrénu og sú stutta skreið af stað til þess að skoða alla þessa litskrúðugu pakka og fékk að tæta aðeins í þeim að launum.

Mér þykir þó súrt í broti að dóttir mín sem er einstæð móðir fær ekki nema sex mánaða fæðingarorlof. Giftir foreldrar fá níu mánaða orlof og eiga að skipta því á milli sín.  Við vitum þess þó mörg dæmi að pabbarnir hafa samið við atvinnurekendur sína um að skrá sig í fæðingarorlof, en vinna samt, sumir hafa jafnvel skráð mömmuna í vinnu í sinn stað, en mætt í vinnu hvern dag og mamman heima með börn og buru.

Þetta er alveg hrikalega ósanngjarnt gagnvart einstæðum mæðrum og eins og margt annað í þessu þjóðfélagi er svona svindl látið viðgangast, en börn einstæðra mæðra sitja í súpunni.   

Það má svo sannarlega segja að við njótum góðs af því að heimasætan og ömmustelpan búi hérna hjá okkur.  Heimasætunni fellur aldrei verk úr hendi og við höfum varla unnið handtak síðan þær fluttu í kotið (ég verð þó að segja hér sjálfri mér til varnar að oftast nær sé ég um að versla og elda)  En ég t.d. sem á að heita húsmóðirin á þessum bæ finn hjá mér sterka þörft til þess að hrópa tilkynningar um allt hús ef ég þríf klósettið eða tek úr uppþvottavélinni.  En e.t.v er það fulllangt gengið þegar húsmóðirin spyr heimasætuna hvort hún megi setja í þvottavél.  Það er ekki hægt kvarta yfir svona hreingerningaóðum heimilismeðlimi. og ekki kvarta ég, né nokkur á þessu heimili. Það er bara ótrúlega endalaust notalegt að fá að hafa þær mæðgur hérna hjá okkur, fá að fylgjast með daglegum þroska Sigrúnar Evu og jafnvel einstaka sinnum að hjálpa smá til með litla gullmolann okkar.

Í sumar ætlum við fjölskyldan að ferðast um landið með nýja vagninn okkar í eftirdragi.  Það verður samt líklega ekki neinn ódýr túr, því líklegast förum við á tveimur bílum svo nóg pláss sé fyrir mannfólk, hund, barnakerru og ýmislegt dót.  Það er af sem áður var þegar fimm til sex manns var troðið í Folksvagen ásamt viðlegubúnaði og nesti, en þannig var það í minni æsku.  Þá voru sumir meira bílveikir en aðrir, en almennur pirringur í gangi vegna þrengslanna.

Senn líður að því að heimasætan þarf að fara að vinna aftur og þá er amman að hugsa um að hliðra til í sinni vinnu svo litla skotttið þurfi ekki að byrja lífið á óendanlega löngum vinnudegi.  Kannski afi taki nokkrar vaktir á móti ömmunni og þá ætti þetta ekki að verða svo rosalega mikil umskipti fyrir litlu prinsessuna okkar.


Hundur + lifrarpylsa + köttur =

= VINIR HeartHeartHeart

Nei þetta er ekki ný uppskrift að gúrmeirétti í kreppunni.  Þetta er uppskrift af því hvernig ég lét Zenjór Freddý og Betúel hefðarkött sættast.  Ég sat í sófanum, kötturinn öðru megin og hundurinn hinu megin.  Svo mataði ég þá á lifrarpylsu og tældi þá þannig til að nálgast hvorn annan Smile

Núna kúra þeir stundum saman hjá heimasætunni og tvisvar hafa þeir verið staðnir að því að snoppast saman. Sem er svona  "kyssast eins og kisurnar"InLove.

Hundar eru meira fyrir það að hnusa af óæðri enda þeirra sem þeir mæta á förnum vegi og Betúel hefðarköttur er ekki par hrifinn af því.  Þá er nú fljótt sem hann sýnir klærnar of vissara fyrir Zenjór Freddý að forða sér.  En það gerir hann ekki, heldur hefur upp raust sína og ætlar alla að æra.Halo

Það tók cirka 3-4 daga að venja þá saman (þeir átu ekki lifrarpylsu í 3-4 daga).  Kisi er nú laus úr stofufangelsinu og farinn að fara út.  Fyrst var hann í bandi og kunni því ekki vel, þ.e.a.s. ef hann fékk ekki að ráða ferðinni, þá lagðist hann bara á jörðina með lappirnar upp í loft.  Það hlýtur að hafa verið grátbroslegt á að horfa.LoL

Kisi hefur hingað til búið í lítilli stúdíóíbúð og hafði þá mikla þörf fyrir að fara út.  En núna þegar hann er fluttur í stærra húsnæði, virðist hann ekki hafa sömu þörf fyrir útiveru, enda mun meira pláss í ömmukoti.Happy

Zenjórinn er svo sem ekki búinn að láta titil sinn "sómi fjölskyldunnar, sverð hennar og skjöldur" af loppu, en hann ber ákveðna virðingu fyrir þessu aðskotaloðdýri, enda er það skárra en að lenda í klónum á hefðarkettinum.Cool

Og á næturnar er hundurinn lokaður inni í svefnherbergi og þá fær kisi að valsa um, enda vita allir að kettir eru næturdýr, en hundar meira dagdýr.Sleeping

Til að gæta fyllstu sanngirni vil ég taka fram að aðrir fjölskyldumeðlimir hafa að sjálfsögðu lagt sig í líma við að venja hund og kött saman og hefur ýmislegt verið gert í þeim efnum, sem væri efni í aðra og mun lengri grein, en hér læt ég staðar numið.Wink


Freddý Zanzibar er ekki sáttur.

Frumburðurinn er fluttur aftur heim í mömmukot og með fylgdi Betúel hefðarköttur.

Nú er fyrsta nóttin þeirra afstaðin og gengur mikið á.  En það er nú aðallega Freddý Zanzibar sem stendur fyrir því.  Hann er búin að breytast í ýludúkku m.v. hljóðin sem hann framleiðir.  Liggur fram á lappirnar við dyrnar hjá Betúel hefðarketti og vill komast í fjörið.  Hann hefur aðeins fengið að finna fyrir klóm kisu, en sloppið við skaða hingað til.

Þó var minn morgunsvæfi hundur kominn á ról um sjöleytið í morgun, en þá fór Sara kisumamma á stjá, enda á leið til vinnu.  Núna erum við bara þrjú í kotinu.  Kisi í sínu ríki og Zenjórinn hvílir sig hér við hlið mér á meðan ég pikka inn í tölvuna. 

Hann hefur aldrei áður á sinni 5 ára ævi vaknað svona snemma að morgni til og er orðinn þreyttur mjög.

Kannski er ráðið að þreyta hann enn meira, þá nennir hann ekki að skipta sér af Betúel hefðarketti þegar hann birtist.

Hvað með það, mér finnst bara mjög notalegt að fá stelpuna mína aftur heim eftir margra ára fjarveru úr mömmukoti (reyndar færði hún aldrei lögheimilið) og vona bara að Betúel hefðarköttur og Freddý Zanzibar verði góðir vinir þegar fram líða stundir.  Sem verður vonandi sem fyrst.

Sumir segja að við séum geðveik að ætla að taka kött inn á heimilið til heimaríks hunds, en aðrir eru mjög sammála okkur.  En ekki gátum við hent Betúel hefðarketti út á guð og gaddinn, eins yndislegur og hann er.

 


Dýravinir - hjálp óskast - STRAX

Hann Betúel 13 ára hefðarköttur er fluttur aftur í ömmuhús eftir tæplega 10 ára fjarveru.  Í millitíðinni hreiðraði um sig yndislegur hundur, hann Freddý Zanzibar.  S.l. 5 ár hefur hann verið sómi fjölskyldunnar, sverð hennar og skjöldur.

Vandamálið er að Betúel er í húsnæðisvandræðum og ekki kom annað til greina en að hann kæmi til okkar, þrátt fyrir kattahatandi hund á bænum.

Ballið byrjaði í dag.  Betúel hefðarköttur hagar sér eins og honum sæmir, en Freddý Zanzibar er algjörlega óður, geltir, ýlfrar, étur hvorki né drekkur og hefur ekki einu sinni viljað fara út í göngutúr.

Vil samt taka það fram að Freddý virðist ekki vera reiður, dillar rófunni en virðist vilja nálgast kisa, sem þá sýnir sínar nýklipptu klær.

Kæru Bloggarar.  HJÁlP.  Hvernig venur maður saman 13 ára blíðan hefðarkött og 5 ára heimaríkan hund (sem er reyndar mjög og afar ljúfur þegar kettir eru ekki nálægt).

Hjálp óskast sem allra fyrst.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband